Háir vextir ekki markmið 15. september 2006 00:01 Tilkynnt um hækkun stýrivaxta. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir hávaxtastefnuna og segir Seðlabankann hætta á að standa uppi skotfæralaus í næstu uppsveiflu. MYND/gva Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008." Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í fjórtán prósent í gær. Seðlabankastjóri gaf ekkert upp um hvort hækkunin væri sú síðasta í bili. Framkvæmdastjóri SA segir bankann hætta á að standa skotfæralaus í næstu uppsveiflu. Stýrivextir Seðlabankans voru í gær hækkaðir um 0,5 prósent og standa nú í fjórtán prósentum. Þetta er sautjánda stýrivaxtahækkun bankans í röð. Hækkunin er í samræmi við spár. Greiningardeildir viðskiptabankanna hafa spáð því að hækkunin verði sú síðasta í bili. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, gaf þó ekkert upp um það á fundi með blaðamönnum "Stýrivextir lækka þegar við sjáum örugg merki þess að úr verðbólgu dragi yfir lengra tímabil. Það er ekki okkar markmið að vextir séu háir, heldur að draga úr verðbólgu. Verði vextir að vera háir til að það markmið náist verður svo að vera." Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 2. nóvember næstkomandi. Fram kom í ræðu Davíðs að framvinda efnahagsmála frá júlíbyrjun hafi í meginatriðum verið í samræmi við þjóðhags- og verðbólguspá Seðlabankans, að öðru leyti en því að verðbólga verði nokkru minni en talið var. Á móti komi hins vegar meiri viðskiptahalli á fyrri hluta ársins sem bendi til hraðari eftirspurnar en spáð var og að verðbólguhorfur verði lakari er frá líður. Viðskiptahallinn feli í sér að mikillar aðlögunar sé þörf í þjóðarbúskapnum á næstu árum. Við þær aðstæður verði peningalegt aðhald að vera nægilegt svo verðbólga nái ekki að festast í sessi. Hagstjórn Seðlabankans hefur nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu og skrifaði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, meðal annars í pistli á dögunum þar sem hann lýsti þeirri skoðun að Seðlabankinn væri að segja sig frá hagstjórninni með hávaxtastefnu sinni. Bankinn væri á öfugu róli í hagsveiflunni og myndi frekar magna sveiflurnar en draga úr þeim. Seðlabankastjóri sagði mjög mikilvægt að hlusta á alla gagnrýni sem kæmi frá talsmönnum atvinnulífsins. Hins vegar væri enn undirliggjandi spenna í hagkerfinu og því nauðsynlegt að bregðast við "Ég tók nú eftir því að aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins viðurkenndi í fjölmiðlum að mikil eftirspurn á vinnumarkaði sýni að enn er mjög mikil undirliggjandi verðbólguspenna í þjóðfélaginu," sagði Davíð. Vilhjálmur Egilsson kvaðst afar óánægður með ákvörðun Seðlabankans. Hann sagði verðbólguna hafa lækkað mun meira en spár höfðu gert ráð fyrir, auk þess sem sæi fyrir endann á stóriðjuframkvæmdum og verulega hefði dregist saman á íbúðamarkaði. "Við teljum að ótvírætt stefni í samdrátt á næsta ári og það verði ekki sama villta einkaneysla og áður. Hagkerfið er að snúast í jafnvægisátt og það er nauðsynlegt að fylgja því eftir með vaxtalækkunum. Hættan er líka sú að Seðlabankinn eigi engin skotfæri í byssunum þegar uppsveiflan byrjar að nýju 2008."
Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira