Innlent

Sjónvarpið fagnar 40 ára afmæli

MYND/GVA

Fjörutíu ár eru í dag liðin frá því að Ríkissjónvarpið hóf útsendingar. Það var 30. september 1966 sem sjónvarpið fór í loftið með ávarpi Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra. Afmælinu verður fagnað í kvöld með skemmtidagskránni - Afsakið meðan við afmælum - sem verður í beinni útsendingu í tvær og hálfa klukkustund en þar munu Spaugstofan, Jón Ólafs og fleiri skemmta áhorfendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×