Innlent

Latibær beint í 4. sæti á Top40 í Bretlandi

Stærsti poppsmellur Íslendinga frá upphafi verður að veruleika á morgun þegar lag Latabæjar, Bing Bang (Time to Dance), dettur beint inná Topp 40 smáskífulistann í Bretlandi í 4. sæti. Lagið kom út á miðvikudaginn en kemur í fyrsta skipti inn á listann á morgun. Listinn er birtur vikulega, á mánudögum. Íslenskt lag hefur ekki áður farið svo hátt á smáskífulistann breska í fyrstu viku. Áður hafa lög með Sykurmolunum, Björk og nú síðast stúlknahljómsveitinni Nylon komist inná Topp 40.

Máni Svavarsson er höfundur lags og texta og hann útsetti lagið. Bandaríska stúlkan sem leikur Sollu stirðu í Latabæjarþáttunum, Julianna Rose Mauriello, syngur og Margréti Eir syngur bakraddir.

-------------------------

Nánari upplýsingar:

Myndband af laginu Latabæjar, Bing Bang (Time to Dance) á Google Video UK...




Fleiri fréttir

Sjá meira


×