Viðskipti innlent

Strax more til Íslands

Evrópska dreifingarfyrirtækið Strax more, sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra fjárfesta, hefur opnað skrifstofu á Íslandi og boðar 15-40 prósenta verðlækkun á farsímum og farsímabúnaði til endursöluaðila.

"Við einbeitum okkur að því sem við erum best í, heildarlausnum á öllum tengdum aukahlutum og þjónustu til farsímafyrirtækja og endursöluaðila. Markmið okkar er að bjóða úrvals þjónustu, samkeppnishæft verð, aukna framlegð til endursöluaðila um leið og við viljum stuðla að lægra verði til almennings," segir Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Strax more á Íslandi.

Í Markaðnum í dag greinir Kjartan frá ævintýralegri uppbyggingu félagsins á síðustu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×