Fimmtungur starfsmanna á skrifstofu borgarstjórnar og borgarstjóra býr í bæjarfélögunum kringum borgina. Starfsmennirnir eru 25. Tveir þeirra búa í Kópavogi, tveir í Hafnarfirði og einn á Seltjarnarnesi.
Nýráðinn aðstoðarmaður borgarstjóra, Jón Kristinn Snæhólm, býr í Kópavogi. „Ég stefni á að flytja til borgarinnar,“ segir hann.
Gunnlaugur Júlíusson hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir engar reglur brotnar. „Menn hafa litið svo á að þetta jafni sig út í báðar áttir,“ svarar Gunnlaugur kankvís.