Framkvæmdum við tónlistarhús frestað 26. júlí 2006 07:30 Lóð Tónlistar- og ráðstefnuhúss Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum um eitt ár til að sporna gegn þenslu og hvetja um leið aðra til að hægja á dýrum framkvæmdum. Kostnaður við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið er áætlaður 12.5 milljarðar króna. MYND/Stefán Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt. Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfn verður að líkindum ekki risið í byrjun árs 2009 líkt og áætlað var. Ríkisstjórnin vill fresta framkvæmdunum og innan fárra daga munu fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og fyrirtækisins Portus group ganga frá málinu. Portus group er í eigu Landsbankans, Nýsis og Íslenskra aðalverktaka og varð hlutskarpast í útboði vegna hönnunar, byggingar og reksturs Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Stjórn Portus hefur, fyrir sitt leyti, samþykkt að hægja á eða breyta framkvæmdaáætlun. Portus vill axla sína ábyrgð varðandi stjórnun efnahagsmála, sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, þegar hún kynnti málið eftir ríkisstjórnarfund í gær. Þorgerður sagði óformlegar viðræður hafa farið fram um frestun framkvæmda en eftir eigi að ganga formlega frá málinu. Samningar um framkvæmdir voru undirritaðir í mars á þessu ári og þeim þarf að rifta formlega eða breyta ákvæðum þeirra. Við erum stöðugt með hugann við efnahagsmálin og viljum senda þessi skilaboð til annarra í samfélaginu, sagði Þorgerður og benti á að það væri ekki aðeins hið opinbera sem framkvæmdi heldur líka einkaaðilar. Hvatti hún þá til að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir gætu gert til að hægja á þenslunni og gera stöðugleikann varanlegan. Stefán Þórarinsson, sem situr í stjórn Portus, segir fyrirtækið taka því jákvætt að ræða við ríkisstjórnina um þetta mál, en hann þurfi að skoða efnisatriði betur til að tjá sig meira um það. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar, segir ekki skipta öllu máli þó að opnun hússins sé frestað um einhvern tíma ef það verði til þess að komið sé til móts við raddir sem vilja gæta að aðhaldi í ríkisbúskapnum. Verklegar framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhúsið eru þegar byrjaðar en áætlanir gerðu ráð fyrir að þeim lyki árið 2008. Í fjárhagsáætlun var ráðgert að framkvæmdirnar kostuðu rúma tólf milljarða króna. Er þá ekki talinn kostnaður við hótel sem reisa á í tengslum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið. Spurð um afstöðu ráðherra menningarmála til frestunarinnar sagði Þorgerður Katrín mest um vert að húsið muni rísa, og væntanlega ekki síðar en vorið 2010. Sagði hún efnahagsaðgerðir aðkallandi enda stöðugleiki í efnahagsmálum forsenda öflugrar starfsemi í tónlistarhúsinu, og menningarstofnunum almennt.
Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira