Súrt tap FH fyrir Legia Varsjá

Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn pólska liðinu Legia Varsjá 1-0 í Kaplakrika í kvöld. Markið skoraði Brasilíumaðurinn Elton undir lok leiksins og því bíður Hafnfirðinga afar erfitt verkefni úti í Póllandi eftir viku þegar liðin spila síðari leik sinn í annari umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Bæði lið fengu raunar fín marktækifæri í kvöld en aðeins einstaklingsframtak varamanns Pólverjanna skildi að í lokin.