Amnesty International skorar á alþjóðasamfélagið að binda enda á stríðsglæpi gegn almennum borgurum í Líbanon og Ísrael. Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty segir viðbrögð alþjóðasamfélagsins minna á viðbrögðin við þjóðarmorðinu í Rúanda.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir segir alþjóðasamfélagið vera að bregðast borgurum Líbanons. Þegar málið snerist um erlenda borgara var gripið til umfangsmikilla flutningsaðgerða en íbúar Líbanons eru nú innlyksa í eigin landi. Hún segir ástandið fara hríðversnandi í Líbanon þessa dagana og sífellt verði erfiðara að koma hjálpargögnum til flóttafólks.
Innlent