L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp 26. janúar 2006 14:31 L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavef Suðurlands, sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna fékk 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Samkvæmt frétt í Glugganum, héraðsfréttablaði á Selfossi, hefur Aðalsteinn Guðmundsson oddviti og leiðtogi L- listans í Skeiða og Gnúpverjahreppi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Fréttavefur Suðurlands, sudurland.net hefur eftir Matthildi E. Vilhjálmsdóttur, Hrafnhildi Ágústsdóttur, og Tryggva Steinarssyni, sem öll skipa sæti L- listans í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps, að þau hyggist einnig draga sig í hlé frá hreppsnefndarstörfum að loknu þessu kjörtímabili. Hrafnhildur Ágústsdóttir, sem hefur starfað í hreppsnefnd 12 ár, segir í viðtali við sudurland.net að ástæður þess að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu séu persónulegar. Jafnframt segir Hranfhildur að skólamálin hafi valdið hatrömmum og langvinnum deilum í hreppnum, sem skipt hafi íbúum í tvær andstæðar fylkingar. Það sé illt í svo litlu samfélagi. Tryggvi Steinsson vildi ekki tilgreina ástæðu fyrir afstöðu sinni en tók undir að deila sveitunganna um skólamálin væri vond deila í litlu en annars góðu samfélagi. Hann taldi sig leggja þann skilning í afstöðu annarra á listanum, þ.m.t. varamanna L- listans, að þeir hyggðust ekki halda þessari baráttu áfram. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavef Suðurlands, sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna fékk 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Samkvæmt frétt í Glugganum, héraðsfréttablaði á Selfossi, hefur Aðalsteinn Guðmundsson oddviti og leiðtogi L- listans í Skeiða og Gnúpverjahreppi ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefnd. Fréttavefur Suðurlands, sudurland.net hefur eftir Matthildi E. Vilhjálmsdóttur, Hrafnhildi Ágústsdóttur, og Tryggva Steinarssyni, sem öll skipa sæti L- listans í hreppsnefnd Skeiða og Gnúpverjahrepps, að þau hyggist einnig draga sig í hlé frá hreppsnefndarstörfum að loknu þessu kjörtímabili. Hrafnhildur Ágústsdóttir, sem hefur starfað í hreppsnefnd 12 ár, segir í viðtali við sudurland.net að ástæður þess að hún gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu séu persónulegar. Jafnframt segir Hranfhildur að skólamálin hafi valdið hatrömmum og langvinnum deilum í hreppnum, sem skipt hafi íbúum í tvær andstæðar fylkingar. Það sé illt í svo litlu samfélagi. Tryggvi Steinsson vildi ekki tilgreina ástæðu fyrir afstöðu sinni en tók undir að deila sveitunganna um skólamálin væri vond deila í litlu en annars góðu samfélagi. Hann taldi sig leggja þann skilning í afstöðu annarra á listanum, þ.m.t. varamanna L- listans, að þeir hyggðust ekki halda þessari baráttu áfram.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira