Innlent

Gengu of hart fram gegn starfsmönnum

Flakkað á netinu.
Flakkað á netinu. MYND/E.Ól.

Fasteignamati ríkisins er ekki heimilt að fara með tölvupóst starfsmanna stofnunarinnar eins og hann sé eign stofnunarinnar. Þetta segir í áliti Persónuverndar á reglum sem Fasteignamat ríkisins setti um tölvupóst- og netnotkun starfsmanna.

BSRB óskaði eftir því við Persónuvernd á síðasta ári að hún legði mat á reglur um netnotkun sem stjórnendur Fasteignamatsins höfðu þá nýverið sett. Í þeim reglum, sem snúa áttu að öryggi í upplýsingatækni, kom fram að Fasteignamatið áskildi sér rétt til að skrá netnotkun starfsmanna og að allur tölvupóstur sem sendur væri úr póstkerfi stofnunarinnar væri eign hennar og heimilt að skoða hann.

Persónuvernd hefur í kjölfarið á athugun sinni sent stjórn Fasteignamats ríkisins álit þar sem segir að ýmislegt í reglunum verði að lagfæra, þar er sérstaklega nefnt ákvæðið um að tölvupóstur sé eign stofnunarinnar og yfirmönnum hennar heimilt að skoða hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×