Framherjinn Wally Szczerbiak hjá Boston Celtics leikur ekki meira með liðinu á tímabilinu því hann mun á næstu dögum leggjast undir hnífinn og fara í uppskurð á hné. Szczerbiak hefur verið slæmur í hnénu í allan vetur og því var ákveðið að skera hann upp strax. Hann hefur skoraði 17,5 stig að meðaltali í leik síðan hann gekk til liðs við Boston frá Minnesota eftir áramótin.
