Viðskipti innlent

Hreinn Jakobsson til Anza

Hreinn Jakobsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Anza.
Hreinn Jakobsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Anza. Mynd/Valli

Hreinn Jakobsson, fyrrum forstjóri Skýrr, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Anza hf. Guðni B. Guðnason, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins, lætur af störfum í dag.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Hreinn sé viðskiptafræðingur að mennt og hafi víðtæka reynslu bæði í upplýsingatækni og fjármálastarfsemi.

Hreinn starfaði hjá Iðnaðarbanka Íslands hf. og Iðnlánasjóði í 5 ár. Að því búnu réð hann sig til Þróunarfélags Íslands hf. og starfaði þar í 8 ár, þar af 4 ár sem framkvæmdastjóri félagsins. Hreinn gerðist síðan forstjóri Skýrr hf. í framhaldi af einkavæðingu árið 1997 og starfaði þar í tæp 9 ár. Hann hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja bæði í upplýsingatækni og öðrum atvinnugreinum, m.a. í stjórn Bakkavarar síðastliðin 6 ár.

Aðaleigandi ANZA er Síminn hf. en nokkur fyrirtæki og starfsmenn eiga smærri hlut.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×