Smyglaði fíkniefnum átta sinnum í fangelsið 1. september 2006 16:59 Fangavörðurinn sem handtekinn var fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni hefur játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hald hefur verið lagt á peninga á bankareikningi fangavarðarins. Lögreglan í Árnessýslu hefur nú yfirheyrt 5 einstaklinga sem hafa allir viðurkennt að hafa afhent fangaverðinum fíkniefni til að flytja inn í fangelsið. Þeir hafa allir komið við sögu fíkniefnamála áður og 3 þeirra eru fyrrverandi refsifangar í fangelsinu. Fangavörðurinn sem handtekinn var og úrskurðaður í gæsluvarðhald s.l. laugardag var látinn laus síðla dags s.l. þriðjudag. Við yfirheyrslur hefur hann játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hann var með um 150 gr. af ætluðu hassi og um 35 gr. af ætluðu amfetamíni þegar hann var handtekinn. Upplýsingar um magn fíkniefna í hverri hinna ferðanna verða ekki gefnar að svo stöddu. Í þágu rannsóknar málsins var lagt hald á tiltekna peningaupphæð á sérstökum bankareikningi fangavarðarins. Ekkert hefur komið fram við rannsókn lögreglu sem styður fullyrðingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að hann hafi einnig afhent föngum síma til notkunar innan fangelsinsins. Tveir refsifangar eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Það rennur út á morgun og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á framlengingu þess. Rannsókn málsins er að mestu lokið og verður það sent ákæruvaldinu til meðferðar innan tíðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Fangavörðurinn sem handtekinn var fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið á Litla-Hrauni hefur játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hald hefur verið lagt á peninga á bankareikningi fangavarðarins. Lögreglan í Árnessýslu hefur nú yfirheyrt 5 einstaklinga sem hafa allir viðurkennt að hafa afhent fangaverðinum fíkniefni til að flytja inn í fangelsið. Þeir hafa allir komið við sögu fíkniefnamála áður og 3 þeirra eru fyrrverandi refsifangar í fangelsinu. Fangavörðurinn sem handtekinn var og úrskurðaður í gæsluvarðhald s.l. laugardag var látinn laus síðla dags s.l. þriðjudag. Við yfirheyrslur hefur hann játað að hafa, gegn peningagreiðslu, í alls átta skipti, frá því hann hóf störf við sumarafleysingar s.l. vor, flutt fíkniefni inn í fangelsið. Hann var með um 150 gr. af ætluðu hassi og um 35 gr. af ætluðu amfetamíni þegar hann var handtekinn. Upplýsingar um magn fíkniefna í hverri hinna ferðanna verða ekki gefnar að svo stöddu. Í þágu rannsóknar málsins var lagt hald á tiltekna peningaupphæð á sérstökum bankareikningi fangavarðarins. Ekkert hefur komið fram við rannsókn lögreglu sem styður fullyrðingar sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að hann hafi einnig afhent föngum síma til notkunar innan fangelsinsins. Tveir refsifangar eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Það rennur út á morgun og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á framlengingu þess. Rannsókn málsins er að mestu lokið og verður það sent ákæruvaldinu til meðferðar innan tíðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira