Sport

Fjórði sigur Houston í röð

Endurkoma Yao Ming hefur styrkt lið Houston umtalsvert
Endurkoma Yao Ming hefur styrkt lið Houston umtalsvert NordicPhotos/GettyImages

Lið Houston Rockets er óðum að rétta úr kútnum eftir að þeir Yao Ming og Tracy McGrady sneru báðir til baka úr meiðslum og í nótt vann liðið fjórða leik sinn í röð þegar það skellti Philadelphia á útivelli 87-81. Yao Ming skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Houston, en Allen Iverson skoraði 32 stig fyrir Philadelphia.

Cleveland lagði Milwaukee 89-86. LeBron James skoraði 22 stig, hirti 9 fráköst og gaf 12 stoðsendingar fyrir Cleveland, en Bobby Simmons skoraði 21 stig fyrir Milwaukee.

Washington lagði Orlando 94-82. DeShawn Stevenson skoraði 20 stig fyrir Orlando en Gilbert Arenas var með 23 hjá Washington, sem er nú komið með 50% vinningshlutfall í fyrsta sinn síðan í byrjun desember.

Miami vann Boston 114-98. Dwayne Wade skoraði 34 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Miami, en Paul Pierce skoraði 31 stig fyrir Boston.

New Jersey vann 11. heimaleikinn í röð þegar liðið skellti New Orleans 99-91. Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey, en Speedy Claxton skoraði 23 stig fyrir New Orleans.

Charlotte lagði Seattle 119-06 og hefur því unnið tvö leiki í röð eftir að hafa tapað þrettán í röð þar á undan. Raymond Felton skoraði 24 stig fyrir Charlotte, en Ray Allen var með 31 fyrir Seattle.

Minnesota vann nauman útisigur á Phoenix 103-101. Kevin Garnett skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota, en Steve Nash skoraði 31 stig fyrir Phoenix.

Mehmet Okur tryggði Utah Jazz sigur á Chicago Bulls með þriggja stiga skoti innan við sekúndu fyrir lok framlengingar 109-107. Matt Harpring skoraði 29 stig fyrir Utah, en Ben Gordon skoraði 35 stig fyrir Chicago sem hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum á útleikjaferðalagi sínu um þessar mundir.

Golden State lagði Denver 122-114 í miklum stigaleik. Carmelo Anthony skoraði 34 stig fyrir Denver, en Jason Richardson skoraði 28 stig fyrir Golden State.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×