Sport

Egyptar í úrslit

Mido skoraði fyrra mark Egypta, en varð svo brjálaður þegar þjálfarinn tók hann útaf í síðari hálfleik
Mido skoraði fyrra mark Egypta, en varð svo brjálaður þegar þjálfarinn tók hann útaf í síðari hálfleik AFP

Það verða Egyptaland og Fílabeinsströndin sem mætast í úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu eftir að Egyptar lögðu Senegala 2-1 í undanúrslitum keppninar áðan.

Framherjinn Mido sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni skoraði fyrra mark Egypta úr vítaspyrnu, en hellti sér svo yfir þjálfara sinn þegar honum var skipt útaf í stöðunni 1-1 í síðari hálfleik. Örskömmusíðar kom þó í ljós að þjálfari Egypta hafði rétt fyrir sér, því varamaðurinn Amr Zaki skoraði sigurmark liðsins með sinn fyrstu snertingu og tryggði heimamönnum sæti í úrslitaleiknum á föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×