Innlent

Erill hjá lögreglunni á Akureyri

Frá Akureyri
Frá Akureyri MYND/GVA

Erill hefur verið hjá lögreglunni á Akureyri síðastliðinn sólarhring vegna umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Afskipti voru höfð af 45 ökumönnum fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var maður á sextugsaldri, á 122 kílómetra hraða í Hörgárbyggð. Hefur þessi sami maður nú verið tekinn ellefu sinnum fyrir hraðakstur á einu ári og er þetta í annað skipti sem hann kemst í fréttir vegna aksturslags síns. Þá voru fimm teknir með fíkniefni í fórum sínum nyrðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×