Erlent

Íraksstríði mótmælt með nýstárlegum hætti

MYND/AP

Íraksstríðinu var mótmælt með sérstæðum hætti fyrir utan bandaríska sendiráðið í Mexíkóborg í gær. 1500 leikfangahermönnum úr plasti var raðað þar fyrir utan og skilin eftir miði þar sem á stóð að þetta væri gert til að mótmæla stríði og biðja um frið.

Samkvæmt upplýsingum frá AP fréttastofunni hafa minnst 2416 bandrískir hermenn og fjölmargir óbreyttir borgarar fallið í Írak síðan innrásin var gerð 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×