Sport

Enn eitt tímabil vonbrigða hjá Man Utd

Ruud hefur vermt varamannabekkinn að mestu í síðustu leikjum Man Utd.
Ruud hefur vermt varamannabekkinn að mestu í síðustu leikjum Man Utd.

Sóknarmaðurinn Ruud van Nistelrooy segir í viðtali við sjónvarpsstöð Manchester United í dag að þetta tímabil hafi verið enn ein vonbrigðin fyrir félagið. Þrátt fyrir að liðið hafi landað deildarbikarnum í ár segir Ruud að annað sætið í deildinni muni ekki einu sinni ná að breiða yfir það sem hann kallar óásættanlegan árangur.

Man Utd verður að vinna sigur á Charlton í lokaumferð deildarinnar á morgun til að hafna í 2. sæti deildarinnar en sá árangur yrði ekki einu sinni nóg.

"Það er ennþá stórt verkefni framundan því það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að ná 2. sæti. En þegar litið er til baka þá er árangurinn í heildina litið mikil vonbrigði. Allir vita að væntingarnar hjá þessu félagi eru mjög miklar en það er eitthvað sem við verðum að fást við. Við höfum þurft að sætta okkur við álíka vonbrigði undanfarin tvö ár og við þurfum að gera það enn eina ferðina þetta árið." sagði hollenski landsliðsmaðurinn sem þessa dagana er orðaður við sölu frá félaginu í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×