Fótbolti

Útskrifaður af spítala

Pessotto sagði brandara og hló þegar hann var fluttur til síns heima í dag
Pessotto sagði brandara og hló þegar hann var fluttur til síns heima í dag NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum landsliðsmaðurinn Gianluca Pessotto hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Tórínó eftir meinta sjálfsvígstilraun hans í júní. Pessotto starfaði sem framkvæmdastjóri Juventus og slasaðist lífshættulega þegar hann stökk út um glugga í höfuðstöðvum liðsins. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport segir að Pessotto hafi brosað út að eyrum og gert að gamni sínu þegar hann var fluttur heim á leið með sjúkrabifreið í dag.

Pessotto þjáðist af erfiðu þunglyndi allar götur síðan hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna, en kona hans gaf það upp fyrir skömmu að hún hefði verið nýbúin að rífast við bónda sinn vegna aflýsts sumarfrís þegar hann greip til þess ráðs að stökkva út um glugga og reyna að stytta sér aldur.

Að sögn lækna á sjúkrahúsinu í Tórínó, mun Pessotto ekki hafa hlotið neinn varanlegan líkamlegan eða sálrænan skaða af 15 metra falli sínu út um gluggann, en það þykir sannarlega kraftaverk. Pessotto fannst fyrir utan gluggan með talnaband sitt í höndunum og setti atvikið svip á ítalska landsliðshópinn á HM, þar sem leikmenn Juventus flögguðu fánum með batakveðjum til félaga síns eftir sigurleiki sem þeir tileinkuðu honum þar sem hann lá þungt haldinn á sjúkrahúsi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×