Viðskipti innlent

94 prósenta samdráttur

Nýbyggingar Íbúðalán bankanna námu 3,6 milljörðum í júlí og hafa aldrei verið minni.
Nýbyggingar Íbúðalán bankanna námu 3,6 milljörðum í júlí og hafa aldrei verið minni.

Íbúðalán bankanna námu 3,6 milljörðum króna í júlí samkvæmt tölum frá Seðlabankanum og hafa dregist saman um rúm níutíu og fjögur prósent frá því er mest lét í október 2004.

Aldrei hefur minna verið lánað frá því að bankarnir hófu innreið sína á íbúðalánamarkað í ágúst 2004. Október 2004 var metmánuður en þá var lánað fyrir 34,3 milljarða króna.

Velta á íbúðalánamarkaði hefur á sama tíma dregist töluvert saman og nam 2,7 milljörðum króna í vikunni fyrir verslunarmannahelgi. Mest fór veltan í rúma 4,9 milljarða króna í desember 2004 og nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét.

Í Morgunkornum Greiningardeildar Glitnis segir að velta á fasteignamarkaði hafi verið með minnsta móti í júlí. Minnkandi útlán bankanna megi þó ekki síður rekja til aðhalds í útlánastefnu; hámarkslán hafi verið lækkuð og skilyrði fyrir útlánum hert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×