Stu Jackson er glæpamaður 3. janúar 2006 21:00 Það er ekki skrítið þó dómaranum hafi ekki litist á blikuna um daginn þegar Danny Fortson reyndi að ráðast á hann, því eins og sést á myndinni er hann engin smásmíði NordicPhotos/GettyImages Danny Fortson, leikmaður Seattle Supersonics í NBA deildinni á ekki von á góðu eftir nýjustu ummæli sín í garð Stu Jackson, sem er varaforseti deildarinnar. Fortson hefur þurft að greiða sem nemur 200.000 dollurum í sektir fyrir ósæmilega hegðun og tæknivillur í vetur og segir að hann hljóti ósanngjarna meðferð hjá Jackson - sem sé ekkert annað en glæpamaður. Félagar og andstæðingar Fortson þurftu að hanga í honum í leik fyrir skömmu, þegar hann ætlaði að ráðast á dómarann eftir að hann gaf honum tæknivillu og fyrir vikið fékk Fortson enn eina sektina. Honum þykir sem hann sé lagður í einelti af dómurum og segir að Kobe Bryant hafi til að mynda fengið mun vægari meðferð fyrir olnbogaskot sitt um jólin. "Það sem Stu Jackson gerði mér er að mínu mati glæpsamlegt og ekkert annað," sagði Fortson. "Hann er eins og atvinnukrimmi sem snýr upp á hendina á þér og kúgar af þér peninga. Að ég skuli vera að fá harðari refsingu en Kobe Bryant fékk fyrir að gefa manni olnbogaskot viljandi í andlitið er ekkert annað en fáránlegt og glæpsamlegt," sagði Fortson og bætti við að Jackson hefði látið sig borga himinháa sekt fyrir eitthvað sem dómari leiksins hefði klagað í hann- en Fortson vill meina að dómarinn hafi verið að ljúga öllu saman. Mikið má vera ef NBA-einvaldurinn David Stern fer ekki að skerast í leikinn í garð þessara ummæla, en hann er vanur að láta hratt og örugglega til sín taka ef honum þykir sem einhver sé að draga vald sitt í efa eða sverta nafn deildarinnar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira
Danny Fortson, leikmaður Seattle Supersonics í NBA deildinni á ekki von á góðu eftir nýjustu ummæli sín í garð Stu Jackson, sem er varaforseti deildarinnar. Fortson hefur þurft að greiða sem nemur 200.000 dollurum í sektir fyrir ósæmilega hegðun og tæknivillur í vetur og segir að hann hljóti ósanngjarna meðferð hjá Jackson - sem sé ekkert annað en glæpamaður. Félagar og andstæðingar Fortson þurftu að hanga í honum í leik fyrir skömmu, þegar hann ætlaði að ráðast á dómarann eftir að hann gaf honum tæknivillu og fyrir vikið fékk Fortson enn eina sektina. Honum þykir sem hann sé lagður í einelti af dómurum og segir að Kobe Bryant hafi til að mynda fengið mun vægari meðferð fyrir olnbogaskot sitt um jólin. "Það sem Stu Jackson gerði mér er að mínu mati glæpsamlegt og ekkert annað," sagði Fortson. "Hann er eins og atvinnukrimmi sem snýr upp á hendina á þér og kúgar af þér peninga. Að ég skuli vera að fá harðari refsingu en Kobe Bryant fékk fyrir að gefa manni olnbogaskot viljandi í andlitið er ekkert annað en fáránlegt og glæpsamlegt," sagði Fortson og bætti við að Jackson hefði látið sig borga himinháa sekt fyrir eitthvað sem dómari leiksins hefði klagað í hann- en Fortson vill meina að dómarinn hafi verið að ljúga öllu saman. Mikið má vera ef NBA-einvaldurinn David Stern fer ekki að skerast í leikinn í garð þessara ummæla, en hann er vanur að láta hratt og örugglega til sín taka ef honum þykir sem einhver sé að draga vald sitt í efa eða sverta nafn deildarinnar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fleiri fréttir Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Josh Allen bestur í NFL-deildinni Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Sjá meira