Viðskipti innlent

Hagnaður Smáragarðs tæpar 189 milljónir

Reyðarfjörður.
Reyðarfjörður. Mynd/GVA

Hagnaður Smáragarðs ehf. nam 188,8 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er 12,3 milljónum meira en árið 2004. Heildareiginir félagsins námu í lok árs 9.34 milljörðum króna og nam aukning milli ára um 93 prósentum.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að mikil umsvif hafi einkennt rekstur Smáragarðs á síðasta ári. Félagið reisti verslunarmiðstöð á Reyðarfirði, lauk umfangsmiklum breytingum á Bíldshöfða 20 í Reykjavík og hóf uppbyggingu verslunarhúsnæðis á Akureyri. Þá fjárfesti félagið umtalsvert í lóðum á liðnu ári og hafa framkvæmdir nú þegar hafist við flestar þeirra.

Þá varð Smáragarður ehf. dótturfélag Norvik fasteigna ehf. á síðasta ári en eignarhald þess er með sama hætti og fyrrum móðurfélags Smáragarðs, Norvikur hf.

Áætlanir félagsins gera ráð fyrir miklum vexti á árunum 2006-2008. Félagið lýkur við uppbyggingu verslana á Akureyri og Mosfellsbæ en jafnframt reisir félagið verslunarmiðstöð á Akranesi sem mun hýsa ýmsa þjónustustarfssemi. Stærsta verkefni ársins er uppbygging í Kauptúni í Garðabæ en þar mun félagið reisa glæsilegt verslunarhúsnæði fyrir BYKO hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×