Innlent

Hægt að hringja og senda SMS þó inneign klárast

Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt eða sent SMS þó svo að inneign þeirra klárist. Um er að ræða þjónustu sem nefnist S.O.S. en hún gerir notanda, sem hefur litla eða enga innistæðu, mögulegt að nota GSM símann áfram þegar mikið liggur við. "S.O.S þjónustan í raun mikið öryggistæki fyrir notendur sem vilja halda sambandi við fjölskyldu eða vini og vilja ekki að hafa áhyggjur af því þó inneign þeirra klárast," segir Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Og Vodafone.

Hann segir að S.O.S sé samheiti yfir nokkra möguleika fyrir Frelsisnotendur sem hafa klárað inneign sína. "Meðal annars er hægt að fá 100 króna lán þegar inneign klárast með því að senda SMS skilaboðin SOS LAN í síma 1400. Lánið er dregið af næst þegar viðskiptavinur fyllir á Frelsið," segir Gísli.

 

 



Sendu SMS án endurgjalds

Þjónustan Hringdu! veitir Frelsisnotendum hins vegar möguleika á því að senda SMS án endurgjalds á hvern sem er og biðja viðkomandi um að hringja í sig. Frelsisnotandi sendir SMS skilaboðin SOS + símanúmer þess sem á að fá skilaboðin í síma 1400.

Kollekt er einnig hluti af S.O.S. þjónustu Og Vodafone og verur væntanlegt á næstunni. Með Kollekt geta farsímanotendur í Og Vodafone Frelsi boðið öðrum farsímanotendum hjá Og Vodafone að greiða fyrir símtal þeirra á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×