Sport

Stoudemire fetar í fótspor Bryant

Stoudemire ætlar að spila í treyju númer 1 á næsta tímabili
Stoudemire ætlar að spila í treyju númer 1 á næsta tímabili NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn öflugi Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns þarf að sætta sig við að sitja á bekknum spariklæddur þegar félagar hans spila í úrslitum Vesturdeildarinnar þessa dagana, en þessi efnilegi leikmaður hefur verið meiddur á hné í allan vetur.

Stoudemire var stórkostlegur í úrslitakeppninni síðasta vor, en meiddist illa á hné á undirbúningstímabilinu síðasta haust og þurfti svo að fara í aðra hnéaðgerð nú í vor þegar hann sneri aftur. Mike D´Antoni þjálfari Phoenix var spurður að því í gær hvort til greina kæmi að láta Stoudemire spila í úrslitakeppninni í ár, en hann harðneitaði því.

Stoudemire gerir sér vonir um nýtt og ferskt start næsta haust og ætlar hann að skipta um númer á treyju sinni. Hann hefur hingað til spilað í treyju númer 32 hjá Phoenix, en hefur nú lagt inn pöntun hjá deildinni um að klæðast treyju númer 1 á næsta tímabili. Hann hefur ekki fengist til að gefa upp hver ástæðan sé fyrir númeraskiptunum, en trúlega tengist hún framtíðaráformum hins ótrúlega íþróttamanns á einhvern hátt. Stoudemire fetar með þessu í fótspor Kobe Bryant hjá LA Lakers, sem ætlar að klæðast treyju númer 24 næsta vetur í stað númer 8 fram til þessa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×