Viðskipti innlent

Honda í loftið

HONDaJet undirbýr æfingaflug 
Honda flýgur inn á nýjan markað árið 2010 þegar fyrirhugað að HondaJet fari í loftið.
HONDaJet undirbýr æfingaflug Honda flýgur inn á nýjan markað árið 2010 þegar fyrirhugað að HondaJet fari í loftið.

Japanski bílaframleiðandinn Honda, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir að framleiða bíla, hyggst byrja að taka við pöntunum á einkaþotunni HondaJet í haust.

Honda er í þann mund að setja á fót fyrirtæki í Bandaríkjunum sem ætlað er að greiða fyrir um framleiðslu, markaðssetningu og sölu á einkaþotunni sem á að fara í loftið árið 2010.

Fyrirtækið tilkynnti í síðasta mánuði um ráðagerðir þess efnis að hanna sjö sæta flugvél og teygja sig þannig inn á markaðinn fyrir einkaflugvélar. Segja forsvarsmenn HondaJet að vélin verði rúmbetri, hraðfleygari og sparneytnari en aðrar einkaflugvélar.

Japanski bílaframleiðandinn er aðeins einn margra sem horfa girndaraugum til markaðarins með einkaflugvélar sem fer ört stækkandi. Þykir þessi ferðamáti einkar hentugur fyrir bandaríska forstjóra sem þurfa að oft að skjótast frá einu landshorni til annars og jafnvel út fyrir landsteinana, helst á augabragði. -






Fleiri fréttir

Sjá meira


×