Viðskipti innlent

OECD fjallar um horfur hér

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, kynnir í dag nýja skýrslu um efnahagsmál á Íslandi.

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra kynnir sendinefnd OECD á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu fyrir hádegi, en þar verður jafnframt farið yfir efni skýrslunnar. Í henni er að finna stöðumat og ráðleggingar varðandi hagstjórnina hér og ábendingar um leiðir til að bæta framkvæmd peningastefnunnar og stjórn opinberra fjármála.

Í forútgáfu skýrslunnar í lok maí var áhersla lögð á aðhald í opinberum fjármálum þar til tök næðust á verðbólgu hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×