Innlent

Pétur Gautur hlaut flest verðlaun á Grímunni

Leikritið Pétur Gautur, sem sýnt hefur verið í Þjóðleikhúsinu í vetur, kom sá og sigraði á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum, sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöld.

Leikritið var valið leiksýning ársins, leikstjórinn Baltasar Kormákur leikstjóri ársins og þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson fengu verðlaun fyrir frammistöðu í verkinu, Ólafía í aðalhlutverki en Ingvar og Brynhildur í aukahlutverki. Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og leikhússtjóri, fékk heiðursverðlaun Grímunnar og þá hlaut barnasýningin Hafið bláa áhorfendaverðlaunin. Hilmir Snær Guðnason var valinn besti karlleikarinn fyrir hlutverk sín í verkinu Ég er mín eigin kona.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×