Innlent

Vilja stuðla að umferðaröryggi

Verktakar telja að núverandi kröfur um öryggi og merkingar við vegaframkvæmdir séu of slakar og þær þurfi að auka. Verja þurfi mun meira fé til öryggismála en nú sé gert. „Verktökum er ekki um að kenna – þeir vilja gjarnan breytingar,“ segir í yfirlýsingu frá verktökum.

Mannvirki - Félag verktaka hélt félagsfund um öryggi og umferðarmerkingar á fimmtudaginn. Eftir fundinn sendu verktakarnir frá sér ályktun þar sem þeir lýstu sig „fúsa til góðra verka og óska eftir samvinnu og samstöðu verkkaupa og vegfarenda við að auka öryggi í umferðinni“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×