Innlent

Krefst hárra bóta

 Lögmaður Stefáns E. Matthíassonar, sem sagt var upp störfum sem yfirlæknir við æðaskurðlækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss hinn 28. nóvember í fyrra, hefur sent spítalanum bótakröfu fyrir hönd Stefáns. Héraðsdómur kvað upp dóm hinn 29. júní í ár þess efnis að uppsögnin hefði verið ólögleg.

Bótakrafan er upp á rúmlega 139 milljónir króna og er reiknuð út frá tekjumissi Stefáns í tíu ár. Einnig er þess krafist að spítalinn greiði Stefáni miskabætur að upphæð 10 milljónir sem og innheimtukostnað lögmanns hans. Spítalinn hefur 30 daga til að inna greiðsluna af hendi, eftir það bætast dráttarvextir við kröfuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×