Innlent

Deilur um sjúkraliðanámsleið

kristín Á. Ásgeirsdóttir
kristín Á. Ásgeirsdóttir

Óánægju gætir hjá sumum sjúkraliðum vegna svokallaðrar brúar í námi til sjúkraliða sem hófst í haust. Hundruð hafa skrifað sig á undirskriftarlista til að mótmæla brúnni, að sögn Dagbjartar Óskar Steindórsdóttur sjúkraliða.

Hefðbundið sjúkraliðanám er 120 einingar en brúin er 60 einingar. Starfsreynsla, meðmæli og námskeiðsþátttaka er inntökuskilyrði. „Þarna munar 60 einingum. Það er ekki hægt að leggja að jöfnu starfsreynslu og nám upp á 60 einingar. Við viljum að áframhald á náminu verði stöðvað."

Félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem hún segist harma þá óupplýstu umræðu og undirskriftir sem gengið hefur á vinnustöðum sjúkraliða síðustu vikur um nám á sjúkraliðabrú.

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir tilganginn með brúnni að veita ófaglærðu starfsfólki sem hefur starfað tiltekinn tíma möguleika á því að taka sjúkraliðanámið í fullorðinsfræðslu.

Kristín telur að um 1.500 sjúkraliða vanti á vinnumarkað og ófaglærðir fylli nú þau stöðugildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×