Innlent

Bæjarsjóður borgar ekkert

Jóna Hrönn Bolladóttir.
Vinaleiðin er sögð kærleiksþjónusta við skólabörn.
Jóna Hrönn Bolladóttir. Vinaleiðin er sögð kærleiksþjónusta við skólabörn. MYND/GVA

„Bærinn leggur ekki fjármagn í þetta verkefni öðru vísi en að leggja til húsnæðisaðstöðu," segir Páll Hilmarsson, formaður skólanefndar Garðabæjar, um fjármögnun svokallaðrar Vinaleiðar sem Garðakirkja stendur fyrir í þremur grunnskólum bæjarins. Í sumar sótti séra Jóna Hrönn Bolladóttir um styrk frá bænum vegna Vinaleiðar.

Áður en bæjaryfirvöld náðu að afgreiða málið tókst kirkjunni að fá fé til verkefnisins frá Sund ehf. Að sögn Páls töldu bæjaryfirvöld þá styrkbeiðnina fallna úr gildi. Vinaleiðin er gagnrýnd af félaginu Siðmennt fyrir meint trúboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×