Segir Jón Magnússon ekki löglegan flokksmann 18. nóvember 2006 05:45 Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir umræðu síðustu daga vera villandi. Enginn þingmannanna vildi ræða viðtal við Margréti Sverrisdóttur í blaðinu í gær, en þar sagðist hún ekki vilja vera í flokki sem markaðist af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og jafnaði þeim við þjóðernishyggju. Sverrir Hermannsson, stofnandi flokksins, var sá eini úr kjarna Frjálslyndra sem vildi ræða deilumál Jóns og Margrétar. „Ég held nú að þetta verði afgreitt í sátt og samlyndi. Um hvað er deilt? Það er deilt um það að Margrét heldur sig nákvæmlega við málefnaskrá flokksins. Og að halda það að einhver utanveltubesefi eins og Jón Magnússon, sem er ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum, hafi eitthvað um það að segja, kemur ekki til nokkurra greina,“ sagði Sverrir í gær. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að stefnumál flokksins hefðu ekki breyst og að skoðanir Jóns væru hans einkamál. „Það sem Jón Magnússon hefur skrifað eru fyrst og fremst hans eigin viðhorf. Fólk hefur mismunandi áherslur og túlkar sig með mismunandi hætti,“ Magnús sagði einnig að honum þætti grein Jóns Magnússonar „Ísland fyrir Íslendinga?“ vera fín í því samhengi sem hann sæi hana. Hins vegar væri hann afar ósáttur við að orð Jóns væru slitin úr samhengi. Hann túlkar grein Jóns ekki sem rasisma. Sigurjón Þórðarson tók í svipaðan streng og Magnús. „Ég er sammála inntakinu í greininni um að hingað eigi ekki að koma öfgafólk og skiptir þá engu hver trú þeirra er. Umræðan um málefni útlendinga snýst hins vegar fyrst og fremst um kjör launafólks sem er í beinni samkeppni við óheft flæði starfsfólks frá öðrum löndum. Andstæðingar flokksins leggja alla áherslu á að draga umræðuna frá þessu og færa yfir á vafasamt svið kynþáttahyggju, sem er langt í frá stefna flokksins.“ Guðjón A. Kristjánsson vildi ekkert segja um málið í gær, annað en að stefna Frjálslynda flokksins hefði ekki breyst. Innlent Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Fleiri fréttir Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Sjá meira
Þingflokkur Frjálslynda flokksins segir umræðu síðustu daga vera villandi. Enginn þingmannanna vildi ræða viðtal við Margréti Sverrisdóttur í blaðinu í gær, en þar sagðist hún ekki vilja vera í flokki sem markaðist af skoðunum Jóns Magnússonar hæstaréttarlögmanns og jafnaði þeim við þjóðernishyggju. Sverrir Hermannsson, stofnandi flokksins, var sá eini úr kjarna Frjálslyndra sem vildi ræða deilumál Jóns og Margrétar. „Ég held nú að þetta verði afgreitt í sátt og samlyndi. Um hvað er deilt? Það er deilt um það að Margrét heldur sig nákvæmlega við málefnaskrá flokksins. Og að halda það að einhver utanveltubesefi eins og Jón Magnússon, sem er ekki einu sinni löglegur félagi í Frjálslynda flokknum, hafi eitthvað um það að segja, kemur ekki til nokkurra greina,“ sagði Sverrir í gær. Magnús Þór Hafsteinsson sagði að stefnumál flokksins hefðu ekki breyst og að skoðanir Jóns væru hans einkamál. „Það sem Jón Magnússon hefur skrifað eru fyrst og fremst hans eigin viðhorf. Fólk hefur mismunandi áherslur og túlkar sig með mismunandi hætti,“ Magnús sagði einnig að honum þætti grein Jóns Magnússonar „Ísland fyrir Íslendinga?“ vera fín í því samhengi sem hann sæi hana. Hins vegar væri hann afar ósáttur við að orð Jóns væru slitin úr samhengi. Hann túlkar grein Jóns ekki sem rasisma. Sigurjón Þórðarson tók í svipaðan streng og Magnús. „Ég er sammála inntakinu í greininni um að hingað eigi ekki að koma öfgafólk og skiptir þá engu hver trú þeirra er. Umræðan um málefni útlendinga snýst hins vegar fyrst og fremst um kjör launafólks sem er í beinni samkeppni við óheft flæði starfsfólks frá öðrum löndum. Andstæðingar flokksins leggja alla áherslu á að draga umræðuna frá þessu og færa yfir á vafasamt svið kynþáttahyggju, sem er langt í frá stefna flokksins.“ Guðjón A. Kristjánsson vildi ekkert segja um málið í gær, annað en að stefna Frjálslynda flokksins hefði ekki breyst.
Innlent Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Fleiri fréttir Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Sjá meira