Innlent

Nægur snjór í Hlíðarfjalli

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað í dag.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað í dag.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opnað kl. 10 í dag. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir þá vera í fyrra fallinu að opna í ár, jafnvel þótt svæðið hafi verið opnað í byrjun nóvember í fyrra.

„Nú er töluverður snjór á svæðinu og stefnt að því að opna Fjarkann, Stromplyftu, Auði, Töfrateppið og Hólabraut. Þá reiknað með að göngubrautin verði troðin.

Gert er ráð fyrir hálfskýjuðu veðri og sjö stiga frosti á Akureyri í dag og því vissara að búa sig vel til skíðaiðkunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×