Innlent

Magnús sigraði í prófkjörinu

Magnús Stefánsson
Magnús Stefánsson MYND/Gunnar

Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sigraði í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Magnús fékk 883 atkvæði í fyrst sætið. Í öðru sæti varð Herdís Sæmundsdóttir með 979 atkvæði í 1.-2. sætið og í þriðja sæti var þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson með 879 atkvæði í 1.-3. sætið. Framsóknarflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum.

Rúmlega tvöþúsund og fimm hundruð manns voru á kjörskrá og greiddu rúm 66% þeirra atkvæði í prófkjörinu sem fram fór með póstkosningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×