Mikil steranotkun í fitness-keppnum 18. nóvember 2006 09:30 Þórólfur Þórlindsson prófessor. Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en íþróttaiðkun. MYND/Anton Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar. Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Lyfjaráð ÍSÍ hefur tekið að sér að lyfjaprófa afreksfólk utan ÍSÍ og má þar nefna keppendur í fitness. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir að um 60 prósent þeirra sem skráðir eru til keppni í fitness falli á lyfjaprófum. Hlutverk lyfjaeftirlitsnefndar er að skipuleggja og framkvæma eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna. Skúli segir að í fyrra hafi verið gerð 128 lyfjapróf á félagsmönnum ÍSÍ og að slíkum prófum hafi fjölgað úr 50 árið 1996. „Það sem af er þessu ári hefur enginn fallið á lyfjaprófum en árið 2005 voru þeir þrír." Yfirskrift hádegisverðarfundar ÍSÍ í gær var steranoktun meðal framhaldsskólaskólanema á Íslandi en þar var farið ofan í saumana á skýrslu sem birt var í haust um notkun lyfja, tóbaks og fæðubótarefna meðal ungs fólks. Þórólfur Þórlindsson prófessor gerði meðal annars athugasemd við þá flokka sem fram komu í skýslunni en þar er dregið saman hlutfall þeirra framhaldsskólanema höfðu einhverntíma notað stera eftir því hvort þeir stunduðu íþróttir vikulega eða oftar. Þórólfur segir að regluleg ástundun íþrótta miðist við þá sem stundi þær þrisvar í viku eða oftar. Í skýrslunni kom til dæmis fram að 4,5 prósent þeirra framhaldsskólanema sem stunduðu frjálsar íþróttir vikulega eða oftar hefðu einhverntíma notað stera. „Þegar steranotkun þeirra sem stunda frjálsar íþróttir tvisvar í viku er skoðuð fer hlutfallið niður í 0,7 prósent sem túlka má á þann veg að þeir sem stundi frjálsar íþróttir oftar en vikulega séu ólíklegri til að nota stera." Þórólfur segir steranotkun tengjast mörgum þáttum í þjóðfélaginu og að ekki sé hægt að tengja íþróttaiðkun og steranotkun sérstaklega. „Steranotkun hefur mun hærri fylgni við notkun annarra vímuefna svo sem hass, amfetamín og e-töflur en við íþróttaiðkun. Í rannsókninni kemur fram að 159 af 11.000 unglingum hafi neytt anabóliskra stera sem getur ekki talist hátt hlutfall." Þórólfur segir þetta hlutfall svipað og í Noregi en lægra en í Svíþjóð og Kanada svo samanburður við aðrar þjóðir sé notaður. Á fundinum kom fram að íþróttahreyfingin á Íslandi hafi fengið aukið fjármagn til lyfjaeftirlits og á þessu ári verður sjö milljónum króna varið til lyfja-eftirlits innan íþróttahreyfingarinnar.
Innlent Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira