Enski boltinn

Wenger leggur áherslu á stöðugleika

Arsene Wenger segir Arsenal á réttri leið.
Arsene Wenger segir Arsenal á réttri leið. Getty Images

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að lið sitt verði að fá stöðugleika í leik sinn ætli sér það að berjast um meistaratitilinn í vetur. Arsenal mætir Newcastle í dag.

"Við erum að reyna að ná upp stöðugleika. Það er okkar helsta markmið í dag," sagði Wenger í gær og bætti því við að hann væri sannfærður um að 3-0 sigurinn gegn Liverpool um síðustu helgi hafi verið það sem þurfti. "Við höfum sýnt það frá fyrsta degi tímabilsins að við erum með mjög gott lið sem spilar flottan fótbolta. En meistaratitillinn snýst ekki aðeins um gæðin. Lykillinn er stöðugleiki, að ná úrslitum í hverjum einasta leik," sagði Wenger og bætti því við að leikmenn liðsins væru óðum að venjast nýja heimavellinum, Emirates-leikvanginum.

"Í upphafi leiktíðar vorum við nokkuð týndir á nýja vellinum en það er alltaf að batna. Liðið spilar sífellt betur, þó svo að úrslitin hafi kannski dottið með okkur," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×