Innlent

Mannréttindaskrifstofa Íslands og skátarnir á meðal styrkþega

Mannréttindaskrifstofa Íslands, Krabbameinsfélagið og Skólahljómsveit Kópavogs voru á meðal þeirra sem hlutu í dag styrk úr Styrktarsjóði Baugs Group. 41,5 milljónum króna var úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni.

Hæsta styrkinn, sex milljónir króna, fékk verkefnið "Pólhringurinn 2006", sem Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur er í forsvari fyrir, en í þeirri rannsókn er meðal annars verið að skoða hvort framtíðarhorfur náttúru og manna á norðurslóðum séu svartar. Þá hlaut skátahreyfingin styrk upp á tvær og hálfa milljón króna á ári, næstu þrjú árin.

Þetta er í annað sinn sem úthlutun fer fram úr Styrktarsjóði Baugs en honum er ætlað að styðja margvísleg líknar- og velferðarmál, auk menningar- og listalífs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×