Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Sorpu

Hagnaður Sorpu b.s. nam 11,3 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársin s sem er rúmlega 35 milljóna króna samdráttur á milli ára.

Í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar Íslands kemur fram að hagnaður Sorpu fyrir fjármagnsliði og afskriftir hafi numið 98,5 milljónum króna en það er 8,5 milljónum meira en fyrir ári. Rekstrartekjur námu 811,8 milljónum króna samanborið við 713,3 milljónir króna árið á undan og nemur hækkunin 13,8 prósentum. Rekstrargjöld, án afskrifta og fjármagnsliða, námu 713,3 milljónum sem er 14,4, prósenta hækkun milli ára en í fyrra námu gjöldin 623,3, milljónum króna.  

Þá kemur fram að heildareignir félagsins í lok júní hafi numið rúmum 1,5 milljörðum króna og heildarskuldir verið 625 milljónir króna. Eigið fé Sorpu í lok júní nam 933 milljónum króna og er það 23 milljónum meira en í upphafi árs.

Handbært fé frá rekstri nam 51,2 milljónum króna á tímabilinu sem er  37,3 milljónum krónum minna en á sama tíma fyrir ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×