Innlent

Kveikt á jólatrénu á Austurvelli í dag

Kveikt verður á Oslóartrénu, á Austurvelli, í dag og hefst athöfnin klukkan hálf fjögur með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög. Rúm hálf öld er nú síðan Osló byrjaði að færa Reykjavík jólatré að gjöf.

Tréð í ár var hoggið í Finnerud í Sørkedalen, Oslomarka, fyrir utan Osló og er rúmlega 12 metra hátt. Það verður margt góðra gesta á Austurvelli, í dag.

Jólasveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Skyrgámur eru komnir í bæinn vegna þess að þeir eru svo afskaplega hrifnir af jólatrénu á Austurvelli og ekkert þykir þeim skemmtilegra en að syngja jólalög með kátum krökkum.

Þeir þurfa líka að finna kjól handa mömmu sinni, henni Grýlu, í jólagjöf og vona bara að hún hafi ekki elt þá í bæinn! En ýmislegt spennandi gerist í leit jólasveina að fallegum kjól og meira að segja Ingólfur Arnarson kemur við sögu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×