Viðskipti erlent

Sala Roche jókst um 22 prósent

Mynd/AFP

Svissneski lyfjaframleiðandinn Roche greindi frá því í dag að sala fyrirtækisins hefði aukist um 22 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Sala á flensulyfinu Tamiflu hefur stóraukist en það er af mörgum talið geta komið í veg fyrir að fólk smitist af fuglaflensu.

Sala á lyfinu jókst um 37 prósent frá sama tíma á síðasta ári þrátt fyrir að dregið hafi verið í efa í vísindatímaritinu New England Journal of Medicine í lok síðasta árs að lyfið verji fólk gegn fuglaflensu.

Fyrirtækið framleiðir einnig krabbameinslyf sem notuð eru við ristil-, lungna- og brjóstakrabbameini, og jókst sala á þeim um 52 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×