Innlent

Oddvitar vilja lausn í dvalarheimilismáli sem allra fyrst

MYND/Róbert

Oddvitar beggja stjórnarflokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor telja ótækt að ekki hafi verið tekið þeim vanda sem upp er á dvalarheimilum aldraðra. Þeir vænta þess að málin verði leyst á næstu dögum.

Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, gerði deiluna á dvalarheimilum aldraðra í borginni að umtalsefni á fundi sjálfstæðismanna á Akureyri í gær. Tvisvar hafa ófaglærðir starfsmenn á heimilunum gripið til setuverkfalls til að krefjast sambærilegra kjara og starfsmenn sveitarfélaganna en ráðherrar fjármála og heilbrigðismála hafa kastað málinu á milli sín. Vilhjálmur segist hafa hvatt ríkisstjórnina og ekki síst fjármálaráðherra að taka á málinu og að það verði leyst sem allra fyrst. Annað gangi ekki.

Undir þetta tekur Björn Ingi Hrafnsson, fyrsti maður á lista framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segir að það verði að taka upp dagggjaldakerfið og skoða hvernig komið verði til móts við kröfur starfsmanna. Stéttirnar vilji sambærileg laun og starfsmenn sveitarfélaganna í sambærilegum störfum og hann telji að almennur skilningur sé á því. Nú þurfi að ljúka málinu á næstu dögum. Ekki sé hægt að bíða lengur með að leysa málið, það séu það mikil sárindi hjá starfsfólkinu að við það verði ekki unað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×