Acer komið upp fyrir Dell í borðtölvum 8. nóvember 2006 00:01 Fartölvur ACER Tölvur Acer eru sagðar hafa „valdið usla“ á tölvumarkaði í Evrópu, en þar hefur merkið verið að sækja mjög í sig veðrið, samkvæmt mælingu Gartner. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner. Hingað til hefur Acer ekki náð að skáka eldri risum tölvugeirans nema í fartölvusölu þar sem fyrirtækið heldur enn forskoti sínu. Í tölum Gartner kemur einnig fram að borðtölvusala hafi aukist um 6,7 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Gögn um vöxt upplýsingatæknigeirans í heild benda til meðalvaxtar upp á 12,3 prósent á ársgrundvelli. Acer þykir hins vegar hafa slegið met í vexti því þar mælist aukningin þrefalt meiri, eða 37,1 prósent. Daníel Rúnarsson, markaðsstjóri Svar tækni, umboðsaðila Acer hér á landi, segir Evrópumarkaðinn hafa gengið mjög vel hjá fyrirtækinu. „HP hefur alltaf verið númer eitt, Dell númer tvö og svo Acer í þriðja sæti, þannig að okkur þykja þetta nú töluverð tímamót," segir hann, en er þó ekki viss um að mæling Gartner endurspegli stöðuna sem hér er á markaði, en engar tölur eru hér til um markaðshlutdeild einstakra vörumerkja. „Þetta hins vegar staðfestir tilfinningu okkar um gengi Acer hér heima. Fartölvusala hefur gengið mjög vel og borðtölvusala aukist jafnt og þétt." Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Á þriðja ársfjórðungi þessa árs komust Acer borðtölvur í fyrsta sinn upp fyrir tölvur Dell í sölutölum í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum samkvæmt markaðsgreiningarfyrirtækinu Gartner. Hingað til hefur Acer ekki náð að skáka eldri risum tölvugeirans nema í fartölvusölu þar sem fyrirtækið heldur enn forskoti sínu. Í tölum Gartner kemur einnig fram að borðtölvusala hafi aukist um 6,7 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Gögn um vöxt upplýsingatæknigeirans í heild benda til meðalvaxtar upp á 12,3 prósent á ársgrundvelli. Acer þykir hins vegar hafa slegið met í vexti því þar mælist aukningin þrefalt meiri, eða 37,1 prósent. Daníel Rúnarsson, markaðsstjóri Svar tækni, umboðsaðila Acer hér á landi, segir Evrópumarkaðinn hafa gengið mjög vel hjá fyrirtækinu. „HP hefur alltaf verið númer eitt, Dell númer tvö og svo Acer í þriðja sæti, þannig að okkur þykja þetta nú töluverð tímamót," segir hann, en er þó ekki viss um að mæling Gartner endurspegli stöðuna sem hér er á markaði, en engar tölur eru hér til um markaðshlutdeild einstakra vörumerkja. „Þetta hins vegar staðfestir tilfinningu okkar um gengi Acer hér heima. Fartölvusala hefur gengið mjög vel og borðtölvusala aukist jafnt og þétt."
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira