Viðskipti innlent

Erfitt að spá um fortíðina

Á fundi Viðskiptaráðs um stjórn peningamála var mikill samhljómur meðal hagfræðinga á staðnum. Meiri en oft áður, en eitt einkenna þessarar ágætu fræðigreinar er að þar geta menn tekist á um ótal atriði á sinn kurteisa akademíska hátt. Lítið bar á því á fundinum, nema ef vera skyldi að viðkvæmt er að hreyfa við hugmyndum um að setja Seðlabankanum rýmra verðbólgumarkmið.

Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningar Landsbankans, rifjaði upp gamlan Storm P. brandara um að það væri erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Hún bætti því við að í ljósi þess hversu illa Hagstofunni hefur gengið að koma með áreiðanlegar hagvaxtartölur úr fortíðinni, þá gilti að það væri erfitt að spá um fortíðina líka. Hagfræðingarnir voru á einum máli um að mikilvægt væri að Hagstofan fengi tæki, tól og fjármagn til að ná betri árangri í fortíðarspánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×