Hvíta húsið hefur staðfest að demókratar eru búnir að tryggja sér meirihluta í neðri deild bandaríska þingsins. Þetta er þetta í fyrsta skipti síðan 1994 sem demókratar hafa meirihluta í fulltrúadeildinni. Erlendar fréttastofur segja demókrata hafa grætt meira en þau 15 þingsæti sem upp á vantaði.
Með meirihluta í fulltrúadeildinni geta demókratar skipað þingnefndarformenn sem ráða miklu um frumvarpavinnu næstu tveggja ára. Þá geta þessir nefndarformenn stjórnað rannsóknum á opinberri stjórnsýslu og stefnu, til dæmis geta þeir rannsakað aðdragandann að Íraksstríðinu.