Fjórir sóttu um embætti skattrannsóknarstjóra sem auglýst var laus á dögunum. Það eru Bryndís Kristjánsdóttir, forstöðumaður lögfræðisviðs embættis skattrannsóknarstjóra, Gísli H. Sverrisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flutningadeildar varnarliðsins, Guðrún Björg Bragadóttir skattstjóri og og Guðrún Jenný Jónsdóttir, deildarstjóri úrskurðardeildar réttarsviðs ríkisskattstjóra. Fjármálaráðherra skipar í stöðuna frá áramótum en þá tekur núverandi skattrannsóknarstjóri, Skúli Eggert Þórðarson, við embætti ríkisskattstjóra.
Innlent