Innlent

Færri nýir fólksbílar

MYND/Vísir

Nýskráning fólksbíla dróst saman um 27% í október miðað við sama mánuð í fyrra en 965 fólksbílar voru skráðir í síðastliðnum mánuði. Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum KB banka. Bifreiðakaup landans höfðu vaxið nær stanslaust frá árinu 2003. Þau tóku hins vegar að dragast saman í apríl á þessu ári eftir gengislækkun krónunnar.

Bifreiðakaup eru talin gefa góða vísbendingu um þróun einkaneyslu landsmanna. Tölur síðustu mánaða benda til þess að áfram dragi úr vexti einkaneyslu. Greiningadeildin bendir þó á að á síðustu mánuðum hafi gengi krónunnar styrkst töluvert á ný. Væntingar neytenda hafi farið aftur á flug sem gæti leitt til meiri neyslu en ella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×