Sport

Wenger neitaði að taka við Englendingum

Arsene Wenger hafnaði tilboði knattspyrnusambandsins um að taka við enska landsliðinu árið 2000
Arsene Wenger hafnaði tilboði knattspyrnusambandsins um að taka við enska landsliðinu árið 2000 NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur nú greint frá því að hann hafi afþakkað boð um að taka við enska landsliðinu eftir að Kevin Keegan hætti árið 2000. Wenger segir að mun heppilegra sé að heimamaður stýri liðinu en útlendingur.

"Þeir leituðu til mín, en ég hef alltaf sagt að starf landsliðsþjálfara er um svo margt annað en knattspyrnu og mér finnst að þjóðin verði að geta tengt við landsliðsþjálfarann á sama hátt og liðið og alla menningu í kring um það, svo ég tel án efa heppilegra að Englendingur taki við liðinu eftir HM í sumar," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×