Sólveig Ásgrímsdóttir, forstöðumaður Stuðla, segir um biðtíma eftir innlögn eins og staðan er núna: „Yfir sumarið fækkar plássum hjá okkur vegna sumarfría og því er hægt að afgreiða færri umsóknir.“ Sólveig segir að á bilinu 20-40 umsóknir hafi borist það sem af er þessu ári sem er svipað magn og í fyrra.
„Undanfarin ár hefur verið hægt að koma að börnum hjá okkur með vikufyrirvara og er biðin því lengri núna en fólk á að venjast. Sólveig vill ekki ganga svo langt að segja að um neyðarástand sé að ræða þó vissulega geti verið erfitt fyrir fólk að bíða þennan tíma.