Landssamband veiðifélaga hefur sent umhverfisráðherra bréf þar sem þess er krafist að fyrirhuguð framkvæmd AGVA ehf., vegna þorskeldis í Hvalfirði, fari í umhverfismat.
Í bréfinu kemur fram hörð gagnrýni á störf Skipulagsstofnunar. Stofnunin er gagnrýnd fyrir að leita ekki til sérfróðra manna í vali sínu á umsagnaraðilum um möguleg áhrif þorskeldis í nágrenni ósa veiðiáa í Hvalfirði.
Í Hvalfjörð renna þrjár laxveiðiár.