Persónuleg óvild segir formaður ÖBÍ 22. júlí 2006 19:07 Stjórnarmenn í Öryrkjabandalaginu ætla að kæra formann bandalagsins til félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins. Formaðurinn segir framgöngu mannanna sprottna af persónulegri óvild í sinn garð. Sigursteinn Másson var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, (ÖBÍ) í fyrrahaust. Tiltölulega skömmu eftir að hann tók við embættinu var framkvæmdastjóra bandalagsins, Arnþóri Helgasyni, sagt upp störfum og sagði Sigursteinn uppsögnina nauðsynlega til að koma í gegn skipulagsbreytingum. Uppsögnin kom mörgum innan Öryrkjabandalagsins á óvart og sá hópur manna sem nú hefur lýst yfir óænægju sinni með störf Sigursteins segist aldrei hafa fengið tilhlýðilega skýringu á uppsögninni. Einn mannanna, Guðmundur Johnsen, stjórnarmaður í ÖBÍ, segir það, ásamt röð atvika, gera að verkum að þeir stígi nú fram. Annað atvik sem Guðmundur nefnir er framganga Sigursteins við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins þar sem formaðurinnn hafi í raun ákveðið eigin laun um leið því formaður og framkvæmdastjóri fái sömu laun. Aðalstjórn fékk aldrei að vita hvað fólst í samningnum, og það var kornið sem fyllti mælinn. Guðmundur segist því ekki sjá annan kost í stöðunni en að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins. Fréttastofan hefur ekki náð í Sigurstein í dag en hann segir í samtali við Fréttablaðið að staðhæfingar Guðmundar og félaga séu sprottnar af persónulegri óvild í sinn garð. Guðmundur segir óvildina ekki meiri en það að hann hafi kosið Sigurstein í formannsembættið á síðasta ári. Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Stjórnarmenn í Öryrkjabandalaginu ætla að kæra formann bandalagsins til félagsmálaráðuneytisins vegna framgöngu hans við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins. Formaðurinn segir framgöngu mannanna sprottna af persónulegri óvild í sinn garð. Sigursteinn Másson var kjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands, (ÖBÍ) í fyrrahaust. Tiltölulega skömmu eftir að hann tók við embættinu var framkvæmdastjóra bandalagsins, Arnþóri Helgasyni, sagt upp störfum og sagði Sigursteinn uppsögnina nauðsynlega til að koma í gegn skipulagsbreytingum. Uppsögnin kom mörgum innan Öryrkjabandalagsins á óvart og sá hópur manna sem nú hefur lýst yfir óænægju sinni með störf Sigursteins segist aldrei hafa fengið tilhlýðilega skýringu á uppsögninni. Einn mannanna, Guðmundur Johnsen, stjórnarmaður í ÖBÍ, segir það, ásamt röð atvika, gera að verkum að þeir stígi nú fram. Annað atvik sem Guðmundur nefnir er framganga Sigursteins við gerð samnings við nýjan framkvæmdastjóra bandalagsins þar sem formaðurinnn hafi í raun ákveðið eigin laun um leið því formaður og framkvæmdastjóri fái sömu laun. Aðalstjórn fékk aldrei að vita hvað fólst í samningnum, og það var kornið sem fyllti mælinn. Guðmundur segist því ekki sjá annan kost í stöðunni en að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins. Fréttastofan hefur ekki náð í Sigurstein í dag en hann segir í samtali við Fréttablaðið að staðhæfingar Guðmundar og félaga séu sprottnar af persónulegri óvild í sinn garð. Guðmundur segir óvildina ekki meiri en það að hann hafi kosið Sigurstein í formannsembættið á síðasta ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira